Hreinlæti

Þegar kemur að snerti íþróttum skiptir hreinlæti öllu máli. Atlantic leggur mikla áherslu á að halda aðstöðu iðkenda þrifalegri og minna iðkendur á persónulegt hreinlæti.

  • Klæðast skal hreinum æfingafatnaði. Þvo skal allan æfingabúnað eftir hverja æfingu.
    ath. þrífa þarf stax æfingafatnað, meiri hætta er á sýkingum ef fatnaður er látinn liggja eftir æfingar.
  • Klæðast skal bol innan undir galla.
  • Neglur skulu vera vel snyrtar á höndum og fótum.
  • Hár skal bundið upp og allir skartgripir teknir niður.
  • Hirða skal vel um fætur, æft er á tánum og því mikilvægt að snyrta skinn á fótum.
  • Ef grunur leikur á um sveppa sýkingu, skal ekki koma berfættur á æfingu. Leitið ráða í apóteki og klæðist sokkum á æfingu.

    Mjög mikilvægt !
  • Farið í sturtu eins fljótt og hægt er eftir æfingu, til að minnka líkur á húðsýkingum.
  • Ekki æfa með opin sár, bindið vel um þau fyrir æfingar. 
  • Allar húðsýkingar þarf að meðhöndla strax, Staph sýkingar eru hættulegar þér og öðrum og því skal ekki hunsa óvanaleg sár eða bólgur í húð.

Vinsamlegast mætið ekki á æfingar ef þið eruð með einhverskonar flensueinkenni:

  • kvef
  • hósta
  • hausverk
  • hita
  • ógleði
  • beinverki.

 

Siðareglur

Í Atlantic æfir samheldin og góđur hòpur fólks (karlar, konur og börn).
Stjórnendur Atlantic leggja mikiđ upp ùr því ađ iđkendur finni fyrir öryggi, virđingu og vinsemd à æfingum.

Atlantic àskilur sèr þeim rètti ađ vísa iđkenda ùr klùbbnum ef viđkomandi hefur misbeitt kunnàttu sinni utan vallar og sýnt af sèr ofbeldishegđun í garđ annarra. Einnig ef óviđeigandi hegđun hefur àtt sèr stađ á æfingasvæđi eđa gagnvart æfingafèlaga.

Atlantic àskilur sèr einnig þeim rètti ađ neita einstakling um inngöngu í klùbbinn, ef viđkomandi hefur sýnt af sèr hegđun sem getur ògnađ öryggi iđkenda s.s alvarleg ofbeldisbrot, kynferđisafbrot eđa önnur brot sem gætu haft neikvæđ àhrif á starfsemi/iðkendur Atlantic.

Stjòrn Atlantic skođar þau màl sem koma upp sèrstaklega og metur.