Skoraðu á sjálfan þig og prófaðu eitthvað nýtt, skemmtilegt og nytsamlegt!

Á grunnnámskeiði Atlantic er farið yfir undirstöðu atriði í sjálfsvörn og Brasilísku Jiu - Jitsu.
Lagt er upp með að veita hverjum þátttakanda stuðning og góða leiðsögn.

Brasilískt Jiu - Jitsu er ein af vinsælastu bardagaíþróttum í heimi. Íþróttin veitir einstaklingum líkamlegan og andlegan styrk.
Við æfingar eykst styrkur og þol, ásamt tækni í alhliða sjálfsvörn.
Með tímanum veitir aukin kunnátta einstaklingum meira sjálfstraust og öryggi þar sem íþróttin snýr að því að yfirstíga hindranir og kunna að verja sig.
Vinsældir Jiu- Jitsu má rekja til þess hvað íþróttin hefur margskonar jákvæðar og uppbyggilegar hliðar fyrir einstaklinginn.

Hvert námskeið er auglýst með góðum fyrirvara á samfélagsmiðlum Atlantic, bæði facebook og instagram !

 

Endilega hafðu samband:

S: 772-7995