Við bjóðum upp á námskeið fyrir ungmenni á aldrinum 13-18 ára.
MMA 101
Farið yfir grunnatriði í standandi glímu (wrestling), gólfglímu (brasilískt jiu-jitsu), tækni í striking. Lagt er upp með að veita hverjum þátttakanda stuðning og góða leiðsögn.
Við æfingar eykst styrkur og þol, ásamt tækni í alhliða sjálfsvörn.
ath. ekki þörf á sérstökum búnaði við æfingar.
BJJ 101
Farið yfir grunnatriði í sjálfsvörn og Brasilísku Jiu - Jitsu. Brasilískt Jiu - Jitsu er ein af vinsælustu bardagaíþróttum í heimi. Íþróttin veitir einstaklingum líkamlegan og andlegan styrk.
Við æfingar eykst styrkur og þol, ásamt tækni í alhliða sjálfsvörn.
Með tímanum veitir aukin kunnátta einstaklingum meira sjálfstraust og öryggi þar sem íþróttin snýr að því að yfirstíga hindranir og kunna að verja sig. Vinsældir Jiu- Jitsu má rekja til þess hvað íþróttin hefur margs konar jákvæðar og uppbyggilegar hliðar fyrir einstaklinginn. Lagt er upp með að veita hverjum þátttakanda stuðning og góða leiðsögn.
ath. ekki þörf á sérstökum búnaði við æfingar.
Hvert námskeið er auglýst með góðum fyrirvara á
Facebook: Atlantic Jiu - Jitsu Akureyri & Instagram: @Atlanticbjj