Framhaldstímarnir okkar eru gífurlega vinsælir, það eru æfingar alla daga vikunnar nema á sunnudögum. Þá er bæði um að ræða hádegis- og kvöld æfingar. 

Í framhaldstímum hjá Atlantic BJJ er bæði æft í GI (í galla) og NOGI (almennum íþróttafötum).

Æfingarnar byrja á upphitun, svo er farið yfir í tæknikennslu og svo er glímt síðast hálftímann.  Kennslan er vel ígrunduð og byggð á áratugs reynslu þjálfara á sviði bardagaíþrótta. Þjálfunin byggir á því sjónarmiði að leggja góðan grunn og byggja ofaná hann.

Framhaldshópurinn í Atlantic er stór og þéttur hópur fólks á öllum aldri sem eiga það öll sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á Brasilísku Jiu-Jitsu.
Við tökum alltaf sérstaklega vel á móti gestum, öllum jitsurum úr öðrum klúbbum eru velkomnið að droppa inn á æfingar!