Framhaldstímarnir okkar eru vinsælir meðal iðkenda Atlantic. Það eru æfingar alla daga vikunnar nema á sunnudögum, bæði hádegis- og kvöldæfingar.

Í framhaldstímunum er æft í GI eða Nogi, æfingar eru byggðar upp á upphitun, tæknikennslu og glímum. Þjálfarar Atlantic leggja mikla áherslu á að koma efninu vel frá sér, kennslan er vel ígrunduð og byggð upp með það í huga að bæta sífellt ofan á þekkingu allra iðkenda. Framhaldshópurinn er stór og þéttur hópur fólks á öllum aldri, konur og karlar, sem eiga það sameiginlegt að stunda Brasilískt Jiu- Jitsu af miklum áhuga. 

Við tökum alltaf vel á móti gestum, öllum jitsurum úr öðrum klúbbum er velkomið að droppa inn á æfingar !