Atlantic Jiu – Jitsu var formlega stofnað um vorið árið 2020. Atlantic er æfingamiðstöð fyrir Brasilískt Jiu- Jitsu á Akureyri. Í Atlantic æfir góður hópur fólks: börn, unglingar og fullorðnir. Allur aldur, konur og karlmenn.
Æfingaraðstaðan er til fyrirmyndar!
Æft er á 3.hæð í húsakynnum líkamsræktarstöðvarinnar Norður. Æfingavöllur eru nýjar FUJI soft mottur og á staðnum er snyrtileg búningsaðstaða fyrir karla og konur sem inniheldur gufubað í hvorum klefa.
Brasilíkst Jiu- Jitsu er ein af vinsælastu bardagaíþróttum í heimi. Íþróttin veitir einstaklingum líkamlegann og andlegann styrk. Við æfingar eykst styrkur og þol, ásamt tækni í alhliða sjálfsvörn. Með tímanum veitir aukin kunnátta einstaklingum meira sjálfstraust og öryggi þar sem íþróttin snýr að því að yfirstíga hindranir og kunna að verja sig. Vinsældir Jiu- Jitsu má rekja til þess hvað íþróttin hefur margskonar jákvæðar og uppbyggilegar hliðar fyrir einstaklinginn.
Atlantic leggur áherslu á að halda góðu andrúmslofti innan klúbbsins þar sem jákvæðni og vinsemd ríkir. Við viljum taka vel á móti öllum nýjum iðkendum og kynna íþróttina fyrir hverjum og einum á sem bestann hátt.
Allir velkomnir að kíkja til okkar, skoða aðstöðuna eða prófa æfingar.
Við mælum með grunnnámskeiði fyrir nýliða.